Fótbolti

Japan Asíumeistari í knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Makato Hasebe, landsliðsfyrirliði Japan, með sigurlaunin í dag.
Makato Hasebe, landsliðsfyrirliði Japan, með sigurlaunin í dag. Nordic Photos / Getty Images
Japan varð í dag Asíumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Ástralíu í framlengdum úrslitaleik Asíumótsins í dag.

Það var Tadanari Lee sem skoraði sigurmark leiksins á 109. mínútu með glæsilegu skoti. Mark Schwarzer stóð í marki Ástrala en kom engum vörnum við.

Þetta er i fjórða sinn sem Japan verður Asíumeistari í knattspyrnu og eru Japanar þar með sigursælasta lið keppninnar frá upphafi. Liðið varð einnig meistari árin 1992, 2000 og 2004.

Með sigrinum vann Japan sér þátttökurétt í Álfukeppni FIFA sem fer fram í Brasilíu árið 2013.

Suður-Kórea varð í þriðja sæti mótsins eftir 3-2 sigur á Úsbekistan í bronsleiknum í gær en mótið var haldið í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×