Enski boltinn

Torres tilbúinn í Liverpool-leikinn: Þetta eru örlög

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres skorar á móti Chelsea fyrr í vetur.
Fernando Torres skorar á móti Chelsea fyrr í vetur. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fernando Torres verður orðinn löglegur þegar nýja liðið hans Chelsea tekur á móti gamla liðið hans Liverpool á Stamford Bridge á sunnudaginn. Chelsea keypti Torres á 50 milljón punda í gær og það munu margir bíða spenntir eftir því hvort spænski framherjinn fái að spreyta sig í stórleiknum á sunnudaginn.

„Þetta er örlögin. Þetta er ekki fullkomin byrjun en við verðum að sjá til hvernig þetta spilast," sagði Torres. Torres var ekki löglegur fyrir leik Chelsea á móti Sunderland sem er nú í gangi.

„Ég get bara sagt góða hluti um Liverpool. Þeir gerðu mig að toppleikmanni og veittu mér tækifæri til að spila á hæsta stigi. Ég mun aldrei segja neitt slæmt um Liverpool því ég hef verið mjög ánægður þar. Nú er þetta breytt og ég spila hér eftir fyrir Chelsea," sagði Torres.

„Ef ég fæ tækifæri til að spila þá mun ég gera mitt besta fyrir Chelsea og vonandi tekst mér að skora," sagði Fernando Torres sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea fyrr á þessari leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×