Enski boltinn

Carroll segir að Newcastle hafi þvingað sig til að fara til Liverpool

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Andy Carroll, sem í gær var seldur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle til Liverpool, segir að forráðamenn Newcastle hafi ekki viljað gera nýjan samning við sig.
Andy Carroll, sem í gær var seldur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle til Liverpool, segir að forráðamenn Newcastle hafi ekki viljað gera nýjan samning við sig. AFP

Andy Carroll, sem í gær var seldur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle til Liverpool, segir að forráðamenn Newcastle hafi ekki viljað gera nýjan samning við sig og gefið það sterklega í skyn að hann ætti ekki framtíð fyrir sér hjá Newcastle. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins er ósammála og segir Carroll hafa sett fram kröfur sem voru óraunhæfar.

„Framkvæmdastjórinn Derek Llambias sagði mér að óska eftir því að vera seldur það var búið að mála mig út í horn og ég hafði enga aðra kosti í stöðunni. Það leyndu því ekki að þeir vildu selja mig," sagði Carroll við Evening Chronicle í dag.

Forráðamenn Newcastle eru með aðra útgáfu af atburðarásinni og Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsnis segir að Carroll hafi sett fram kröfur sem félagið hafi ekki sætt sig við.

„Við settum ekki fram nein skilyrði. Hann skrifaði undir samning til fimm ára í október og í janúar átti að semja upp á nýtt. Hvar myndi þessi saga enda," sagði Pardew og bætti við. „Carroll er fínn strákur sem ég kann vel við. Hann vildi fara og því verður ekki breytt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×