Enski boltinn

Woodgate í leikmannahópnum í fyrsta sinn í 14 mánuði

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jonathan Woodgate gæti leikið með Tottenham í fyrsta sinn í 14 mánuði þegar liðið mætir Blackburn á miðvikudag í ensku úrvalsdeildinni.
Jonathan Woodgate gæti leikið með Tottenham í fyrsta sinn í 14 mánuði þegar liðið mætir Blackburn á miðvikudag í ensku úrvalsdeildinni.

Jonathan Woodgate gæti leikið með Tottenham í fyrsta sinn í 14 mánuði þegar liðið mætir Blackburn á miðvikudag í ensku úrvalsdeildinni. Woodgate hefur ekki spilað frá því í nóvember á síðasta ári þegar Tottenham vann Wigan 9-1.

Ferill Woodgate hefur einkennst af meiðslum. Hinn þrítugi varnarmaður hefur glímt við meiðsli í nára að undanförnu en meiðslin eru þess eðlis að óvíst er hvort hann geti haldið áfram í atvinnumennsku.

Meiðsli varnarmanna eru helsta áhyggjuefni stuðningsmanna Tottenham en Ledley King fer í aðgerð vegna meiðsla í nára sem hann hefur glímt við frá því október. Það er fátt um fína drætti fyrir Harry Redknapp fyrir leikinn gegn Blackburn þar sem að Younes Kaboul og William Gallas eru meiddir og Michael Dawson er í leikbanni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×