Enski boltinn

Eiður Smári segir leikstíl Stoke ekki hafa hentað sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Fulham seint í gærkvöldi en Stoke-lánar hann til Lundúna-liðsins út þetta tímabil. Eiður Smári fékk fá tækifæri hjá Tony Pulis, stjóra Stoke, og tjáði sig um veruna hjá Stoke í viðtali hjá Sky Sports í dag.

„Það var margt sem orskaði það að þetta gekk ekki upp hjá mér í Stoke og ég vil ekki fara neitt nánar út í það. Stærsta ástæðan var þó sú að leikstíll Stoke hentaði mér ekki," sagði Eiður Smári í þessu viðtali við Sky Sports News.

„Kannski var líka munur á sýn minni á hvernig fótbolti á að vera spilaður og hvernig fótbolta Stoke-liðið spilaði síðan inn á vellinum. Mér tókst bara ekki að aðlagast þessu og fékk heldur ekki tækifæri til þess því ég var aldrei í byrjunarliðinu. Þetta var erfiður tími," sagði Eiður Smári.

Eiður Smári verður líklega í hópnum hjá Fulham þegar liðið mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×