Fótbolti

Af hverju er Marta besta knattspyrnukona heims? - sjáið þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíska knattspyrnukonan Marta hefur verið kosin besta knattspyrnukona heims undanfarin fjögur ár og það eru ekki miklar líkur á því að einhver knattspyrnukona nái henni niður af stallinum á næstunni.

Marta sýndi það líka í 5-1 sigri Santos á Juventus á sunnudagskvöldið af hverju það efast enginn um að hún sé sú besta í heimi. Marta skoraði þá mark í anda Diego Maradona, Zico og Pelé. Það má sjá þetta frábæra mark hér fyrir ofan eða með því að smella hér.

Marta spilar með Þórunni Helgu Jónsdóttur og félögum í Santos eins og í fyrra en hún er hjá félaginu á meðan bandaríska atvinnumannadeildin er í fríi. Marta gerði nýverið samning við Western New York Flash.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×