Enski boltinn

Gabriel Obertan vill fara frá Man Utd

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United.
Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Nordic Photos/Getty Images

Franski leikmaðurinn Gabriel Obertan hefur óskað eftir því að fá að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Hinn 21 árs gamli Obertan var keyptur frá Bordeaux í Frakklandi fyrir um 18 mánuðum og hann gerði fjögurra ára samning á þeim tíma.

Obertan er miðjumaður sem kann best við sig á hægri kantinum en hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá Man Utd frá því hann var keyptur fyrir um 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr.

Obertan hefur aðeins leikið 14 leiki á þessu tímabili en hann skoraði sitt fyrsta mark gegn tyrkneska liðinu Bursaspor í Meistaradeild Evrópu í nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×