Talinn hafa barið manninn með hnúajárni 27. júlí 2011 08:30 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar árásarmálið. Grunur leikur á að rúmlega fertugur karlmaður hafi notað hnúajárn þegar hann réðst á mann um sextugt í Grindavík og slasaði hann aðfaranótt síðastliðins laugardags. Það var um fjögurleytið ofangreinda nótt sem árásarmaðurinn mætti að heimili eldri mannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru útidyrnar ólæstar. Húsráðandi sá hreyfingu fyrir utan húsið, hugðist hlaupa fram í forstofu og læsa því. Hann varð of seinn og því komst gesturinn óboðni inn. Hann réðst þegar á húsráðandann og veitti honum áverka. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang skömmu síðar. Þar var húsráðandinn fyrir og blæddi úr höfði hans. Einnig var hann töluvert marinn. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Hann býr skammt frá fórnarlambinu og hélt lögregla til heimilis hans þar sem hann var handtekinn og hald lagt á hnúajárn. Eldri maðurinn leitaði sér aðhlynningar á sunnudaginn. Árásarmaðurinn var yfirheyrður og síðan sleppt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var undanfari líkamsárásarinnar samskipti mannanna á Facebook, þar sem yngri maðurinn hafði lofað ódæði norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik, en eldri maðurinn beðið hann að láta af slíku. Samskiptin leiddu til þess að yngri maðurinn hótaði þeim eldri og fjölskyldu hans lífláti. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er málið rannsakað sem stórfelld líkamsárás þar sem grunur leikur á að barefli hafi verið beitt. Fórnarlambið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. - jss Grindavík Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Grunur leikur á að rúmlega fertugur karlmaður hafi notað hnúajárn þegar hann réðst á mann um sextugt í Grindavík og slasaði hann aðfaranótt síðastliðins laugardags. Það var um fjögurleytið ofangreinda nótt sem árásarmaðurinn mætti að heimili eldri mannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru útidyrnar ólæstar. Húsráðandi sá hreyfingu fyrir utan húsið, hugðist hlaupa fram í forstofu og læsa því. Hann varð of seinn og því komst gesturinn óboðni inn. Hann réðst þegar á húsráðandann og veitti honum áverka. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang skömmu síðar. Þar var húsráðandinn fyrir og blæddi úr höfði hans. Einnig var hann töluvert marinn. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Hann býr skammt frá fórnarlambinu og hélt lögregla til heimilis hans þar sem hann var handtekinn og hald lagt á hnúajárn. Eldri maðurinn leitaði sér aðhlynningar á sunnudaginn. Árásarmaðurinn var yfirheyrður og síðan sleppt. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var undanfari líkamsárásarinnar samskipti mannanna á Facebook, þar sem yngri maðurinn hafði lofað ódæði norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik, en eldri maðurinn beðið hann að láta af slíku. Samskiptin leiddu til þess að yngri maðurinn hótaði þeim eldri og fjölskyldu hans lífláti. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er málið rannsakað sem stórfelld líkamsárás þar sem grunur leikur á að barefli hafi verið beitt. Fórnarlambið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. - jss
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira