Enski boltinn

Hughton tekur líklega við WBA

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA.
Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA. Nordic Photos/Getty Images

Chris Hughton verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins WBA en hann var rekinn frá Newcastle fyrr í vetur. Talið er að forráðamenn WBA greini frá ráðningu hans í dag en WBA hefur verið í viðræðum við Hughton undanfarna daga.

Roberto Di Matteo var rekinn frá WBA s.l. sunnudag en forráðamenn WBA töldu miklar líkur á því að undir stjórn Di Matteo myndi WBA falla úr ensku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í fjórða neðsta sæti með 26 stig en næstu þrjú lið þar fyrir neðan eru í fallsætunum. Wigan með 26 stig, Wolves með 24 og West Ham er neðst með 24 stig.

Michael Appleton mun líklega stýra WBA í næsta leik liðsins í deildinni gegn West Ham á laugardag.

Síðasti leikur Hughton hjá Newcastle var á heimavelli WBA, The Hawthorns, í desember s.l. þar sem að WBA hafði betur 3-1. Hann kom Newcastle upp í úrvalsdeild vorið 2010 og hann var valinn þjálfarinn í ensku 1. deildinni í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×