Enski boltinn

Villas-Boas ætlar ekki að kaupa Cahill og Modric í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas. Mynd. / Getty Images
Knattspyrnustjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, mun að öllum líkindum ekki reyna að kaupa þá Gary Cahill frá Bolton og Luka Modric frá Tottenham nú þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Cahill var orðaður við Chelsea í allt sumar en ekkert varð af félagsskiptunum.

„Hann er frábær leikmaður. Hann stóð sig vel á síðasta tímabili fyrir Bolton og með landsliðinu. Hann er samt ekki leikmaður sem við höfum áhuga á þessa stundina".

„Við erum að fá Essien til baka úr meiðslum og ætlum að treysta á hann. Modric er hreinlega ekki til sölu og því erum við ekki að hugsa lengur um það mál".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×