Fótbolti

Tevez ekki valinn í landslið Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alejandro Sabella ákvað að velja Carlos Tevez ekki í landsliðshóp Argentínu fyrir leiki liðsins gegn Bólivíu og Kólumbíu í undankeppni HM 2014 í næsta mánuði.

Tevez hefur hvorki spilað né æft með Manchester City síðan hann neitaði að koma inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Bayern München í síðasta mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið en því lyktaði með því að Tevez var sektaður um tveggja vikna laun.

Pablo Zabaleta og Sergio Agüero, félagar hans hjá City, voru báðir valdir í landsliðið sem og þeir Lionel Messi hjá Barcelona og Javier Pastore, leikmaður PSG í Frakklandi.

Argentína vann 4-1 sigur á Síle í fyrsta leik sínum í undankeppnina í síðasta mánuði en tapaði svo óvænt fyrir Venesúela, 1-0.

Hópurinn:

Markverðir: Sergio Romero (Sampdoria/ITA), Mariano Andujar (Catania/ITA)

Varnarmenn: Martin Demichelis (Malaga/ESP), Nicolas Burdisso (Roma/ITA), Federico Fernandez (Napoli/ITA), Fabian Monzon (Nice/FRA), Pablo Zabaleta (Manchester City/ENG), Marcos Rojo (Spartak Moscow/RUS)

Miðjumenn: Javier Mascherano (Barcelona/ESP), Ever Banega (Valencia/ESP), Fernando Gago (Roma/ITA), Javier Pastore (PSG/FRA), Nicolas Gaitan (Benfica/POR), Jose Sosa (Metalist Kharkiv/UKR), Pablo Guinazu (Internacional/BRA)

Sóknarmenn: Lionel Messi (Barcelona/ESP), Angel Di Maria (Real Madrid/ESP), Gonzalo Higuain (Real Madrid/ESP), Ezequiel Lavezzi (Napoli/ITA), German Denis (Atalanta/ITA), Sergio Aguero (Manchester City/ENG)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×