Salan á Veigari Páli gæti endað sem lögreglurannsókn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. október 2011 13:00 Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. Í gær úrskurðaði dómstóll á vegum norska knattspyrnusambandsins tveir forsvarsmenn Stabæk og einn frá Vålerenga mættu ekki koma nálægt fótboltastarfssemi í eitt ár og félögin þurfa að greiða samtals 18 milljónir kr. í sekt. Stabæk og Vålerenga eru grunuð um að hafa sett á svið leikþátt sem átti að koma í veg fyrir að Stabæk þyrfti að greiða allt að 50 milljónir kr. af söluverðinu til Nancy í Frakklandi. Veigar var seldur á 20 milljónir kr. og með í kaupunum fylgdi 15 ára unglingur sem metinn var á 80 milljónir kr. Nancy fékk því aðeins 10 milljónir kr. í sinn hlut. Norska meistaraliðið Rosenborg hafði boðið 100 milljónir kr. í Veigar Pál en því tilboði var hafnað af forsvarsmönnum Stabæk og þótti sú ákvörðun mjög undarleg. Gro Smogeli talsmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Osló segir við Verdens Gang að það skjóti skökku við að norska knattspyrnusambandið hafi ekki hug á því að senda málið til rannsóknar hjá lögreglu. „Það er skrýtið að þeir ætli ekki að senda málið til okkar ef þeir telja að norsk lög hafi verið brotinn. Ef franska liðið telur að brotið hafi verið á sér þá kemur væntanlega kæra frá þeim," sagði Smogeli m.a. við VG. Erik Loe, stjórnarformaður Stabæk, fékk 18 mánaða bann frá öllum afskiptum af fótbolta. Inge André Olsen, einnig frá Stabæk fékk 12 mánaða bann. Samga gildir um Truls Haakonsen hjá Vålerenga Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. Í gær úrskurðaði dómstóll á vegum norska knattspyrnusambandsins tveir forsvarsmenn Stabæk og einn frá Vålerenga mættu ekki koma nálægt fótboltastarfssemi í eitt ár og félögin þurfa að greiða samtals 18 milljónir kr. í sekt. Stabæk og Vålerenga eru grunuð um að hafa sett á svið leikþátt sem átti að koma í veg fyrir að Stabæk þyrfti að greiða allt að 50 milljónir kr. af söluverðinu til Nancy í Frakklandi. Veigar var seldur á 20 milljónir kr. og með í kaupunum fylgdi 15 ára unglingur sem metinn var á 80 milljónir kr. Nancy fékk því aðeins 10 milljónir kr. í sinn hlut. Norska meistaraliðið Rosenborg hafði boðið 100 milljónir kr. í Veigar Pál en því tilboði var hafnað af forsvarsmönnum Stabæk og þótti sú ákvörðun mjög undarleg. Gro Smogeli talsmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Osló segir við Verdens Gang að það skjóti skökku við að norska knattspyrnusambandið hafi ekki hug á því að senda málið til rannsóknar hjá lögreglu. „Það er skrýtið að þeir ætli ekki að senda málið til okkar ef þeir telja að norsk lög hafi verið brotinn. Ef franska liðið telur að brotið hafi verið á sér þá kemur væntanlega kæra frá þeim," sagði Smogeli m.a. við VG. Erik Loe, stjórnarformaður Stabæk, fékk 18 mánaða bann frá öllum afskiptum af fótbolta. Inge André Olsen, einnig frá Stabæk fékk 12 mánaða bann. Samga gildir um Truls Haakonsen hjá Vålerenga
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira