Enski boltinn

Brottrekstur Hodgson hefur ekki áhrif á leikmannakaup

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hodgson mun hafa það gott í atvinnuleysinu.
Hodgson mun hafa það gott í atvinnuleysinu.

Það er ekki ókeypis að reka knattspyrnustjóra. Liverpool var að losa sig við einn slíkan eftir stuttan tíma í starfi en starfslokasamningurinn við Roy Hodgson mun ekki hafa áhrif á þá peninga sem félagið ætlaði að nota á leikmannamarkaðnum.

Hodgson var aðeins búinn með sex mánuði af þriggja ára samningi og það hefur því kostað Liverpool skildinginn að reka stjórann.

Hermt var að Liverpool þyrfti að greiða Hodgson laun í heilt ár. Sá peningur kæmi ofan á 4 milljónir punda sem félagið átti að hafa greitt Rafa Benitez síðasta sumar er hann fékk að fjúka.

"Við náðum samkomulagi við Roy og sá samningur mun ekki hafa nein áhrif á þá peninga sem við ætlum að eyða á markaðnum," sagði Ian Ayre hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×