Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður 12. mars 2011 04:00 Fyrrverandi forstöðumaður Krossins, verður yfirheyrður af lögreglu á næstunni. fréttablaðið/teitur Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira