Enski boltinn

Skyldusigur Man. City gegn West-Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester City vann nokkuð sannfærandi sigur, 2-1, gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester City var komið í 2-0 eftir aðeins um korters leik, en Nigel De Jong og Zabaleta skoruðu sitt marki hver.

Demba Ba minnkuði muninn fyrir West Ham í síðari hálfleik en lengra komust gestirnir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur City.

Manchester City er sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 62 stig en West Ham situr sem fastast á botninum með 32 stig.

fylgst var með helstu atvikum leiksins hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×