Enski boltinn

Arsenal sigraði Man. Utd. og heldur spennu á toppnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsenal menn eru ekki alveg búnir að láta sig sigraða í baráttunni um enska meistaratitilinn, en þeir unnu virkilega fínan sigur gegn toppliðinu Manchester United, 1-0, á Emirates vellinum í dag.

Aaron Ramsey skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu leiksins, en Arsenal var betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilið.

Arsenal er því í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig, Manchester United er enn í efsta sætinu með 73 stig en aðeins þremur stigum á undan Chelsea.

Manchester United tekur á móti Chelsea næstu helgi á Old Trafford í nánast hreinum úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn.

fylgst var með helstu atvikum leiksins hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×