Fótbolti

Maradona baðst afsökunar á 5-0 tapi Al Wasl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Diego Maradona, þjálfari arabíska liðsins Al Wasl, hefur beðist afsökunar á 5-0 tapi liðsins fyrir Dubai um helgina.

Maradona tók nýverið við Al Wasl og tapaði liðið fyrstu þremur leikjum sínum undir hans stjórn. Liðið vann svo tvo leiki í röð en var svo skellt aftur á jörðina í gær.

„Ég er mjög dapur maður í dag,“ sagði Maradona eftir leikinn. „Við vorum komnir á rétta braut eftir þessa sigurleiki. Nú þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn og hugsa um titilinn. Vonandi lærum við okkar lexíur af þessum leik og vonandi mun tapið efla liðsandann í okkar liði.“

„En ég vil biðja stuðningsmenn Al Wasl afsökunar á þessum úrslitum,“ sagði Maradona sem sagði í síðasta mánuði að stuðningsmennirnir ættu frekar að halda sér heima við og horfa á DVD-myndir ef þeir hefðu ekki taugar til að horfa á leiki liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×