Enski boltinn

Ferguson: Sjónvarpið er Guð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á því að sjónvarpsstöðvarnar séu farnar að ráða of miklu í enska boltanum. Ferguson hefur áhyggjur af þeirri þróun.

Ferguson segir að liðin ráði engu lengur um það hvenær þau spila og það hafi áhrif á liðin sem taka þátt í Evrópukeppni.

"Þegar þú tekur í hendina á djöflinum þarftu að greiða fyrir. Sjónvarpið er Guð í augnablikinu," sagði Ferguson.

"Sjónvarpsstöðvarnar ráða því algjörlega hvenær leikir fara fram. Úr verður að lið lenda í fáranlegum aðstæðum eins og að spila á miðvikudegi og svo aftur í hádeginu á laugardegi. Enginn stjóri vill hafa hlutina þannig."

Ferguson segir að þess utan séu félögin ekki að fá nógu mikinn pening frá sjónvarpsstöðvunum.

"Þegar maður spáir í að búið sé að selja efnið til 200 landa þá finnst mér félögin ekki vera að fá nóg í sinn hlut."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×