Enski boltinn

Scott Carson á leið til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Markvörðurinn Scott Carson er á leið frá West Brom þar sem hann er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Bursaspor. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Roy Hodgson, stjóri West Brom, var sagður ekki hafa trú á að Carson væri rétti maðurinn til að verja mark liðsins á næstu leiktíð og hefur verið að leita að nýjum markverði. Robert Green, Shay Given, Tomasz Kuszczak og Steve Harper hafa allir verið orðaðir við West Brom.

Carson hóf atvinnumannaferil sinn hjá Leeds en gekk til liðs við Liverpool árið 2005. Þar fékk hann fá tækifæri og var oftast lánaður til annarra félaga í Englandi. Hann fór svo til West Brom árið 2008.

Hann á að baki þrjá A-landsleiki með Englandi og er líklegast þekktastur fyrir að hafa fengið á sig skrautlegt mark í leik gegn Króatíu sem átti sinn þátt í því að England komst ekki á EM 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×