Enski boltinn

Leeds búið að finna eftirmann Schmeichel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Enska B-deildarfélagið Leeds hefur gengið frá tveggja ára samningi við markvörðinn Paul Rachubka sem lék síðast með Blackpool.

Rachubka var leystur undan samningi sínum við Blackpool eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en hann hefur einnig leikið með Charlton og Huddersfield á fferlinum.

Kasper Schmeichel hefur verið aðalmarkvörður Leeds en allt útlit er fyrir að hann sá leið til Leicester. Félagið hefur samþykkt tilboð Leicester en sjálfur vill þó Schmeichel vera áfram í herbúðum Leeds.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma hingað til Leeds. Ég vil sanna mig hjá góðu liði og sýna stuðningsmönnum Leeds hvað ég get,“ sagði hinn þrítugi Rachubka sem á nokkra leiki að baki með yngri landsliðum Englands. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×