Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettó-vellinum skrifar 11. júlí 2011 14:06 Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Fram í síðustu umferð Mynd/GVA Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Keflavík var mun betri aðilinn framan af leiknum og komst verðskuldað í 2-0 með mörkum Guðjóns Árna og Jóhanns Birnis og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks benti ekkert til annars en að það sama yrði uppi á tenginum í seinni hálfleik en upp úr engu minnkuðu Víkingar muninn þegar táningurinn Viktor Jónsson fékk að skalla dauðafrír á markteig í netið eftir góða fyrirgjöf Kjartans Dige. Eftir markið hörfuðu Keflvíkingar aftar á völlinn og Víkingar freistuðu þess að jafna metin. Víkingum tókst ekki að skapa sér teljandi færi en litlu mátti muna í þrígang að liðið næði að skapa sér dauðafæri en Ómar Jóhannsson var öflugur í marki heimamanna og varnarlínan að mestu vel vakandi. Keflvíkingar freistuðu þess að sækja hratt og nýta sér það að Víkingar lögðu ofur áherslu á að sóknarleikinn og hefðu hæglega getað gulltryggt sigurinn rétt fyrir leikslok þegar Hilmar Geir komst einn gegn Magnúsi en Hilmar átti ekki sinn besta dag og Magnús varði vel. Eins og áður segir var sigurinn mjög mikilvægur fyrir Keflavík en staða Víkings heldur áfram að versna og er liðið nú í fallsæti þar sem Grindavík náði stigi í kvöld. Það býr mikið í Víkingsliðinu og ljóst að liðið getur bjargað sæti sínu í deildinni ef leikmenn liðsins finna trúna sem virðist skorta og leiki í 90 mínútur eins liðið lék síðasta hálftímann í kvöld.Keflavík-Víkingur 2-1 1-0 Guðjón Árni Antoníusson ´21 2-0 Jóhann Birnir Guðmunsson ´33 2-1 Viktor Jónsson ´68 Nettóvöllur. Áhorfendur: 793 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Skot (á mark): 10-6 (6-4) Varið: Ómar 3 – Magnús 4 Hornspyrnur: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-14 Rangstöður: 2-1 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Keflavík var mun betri aðilinn framan af leiknum og komst verðskuldað í 2-0 með mörkum Guðjóns Árna og Jóhanns Birnis og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks benti ekkert til annars en að það sama yrði uppi á tenginum í seinni hálfleik en upp úr engu minnkuðu Víkingar muninn þegar táningurinn Viktor Jónsson fékk að skalla dauðafrír á markteig í netið eftir góða fyrirgjöf Kjartans Dige. Eftir markið hörfuðu Keflvíkingar aftar á völlinn og Víkingar freistuðu þess að jafna metin. Víkingum tókst ekki að skapa sér teljandi færi en litlu mátti muna í þrígang að liðið næði að skapa sér dauðafæri en Ómar Jóhannsson var öflugur í marki heimamanna og varnarlínan að mestu vel vakandi. Keflvíkingar freistuðu þess að sækja hratt og nýta sér það að Víkingar lögðu ofur áherslu á að sóknarleikinn og hefðu hæglega getað gulltryggt sigurinn rétt fyrir leikslok þegar Hilmar Geir komst einn gegn Magnúsi en Hilmar átti ekki sinn besta dag og Magnús varði vel. Eins og áður segir var sigurinn mjög mikilvægur fyrir Keflavík en staða Víkings heldur áfram að versna og er liðið nú í fallsæti þar sem Grindavík náði stigi í kvöld. Það býr mikið í Víkingsliðinu og ljóst að liðið getur bjargað sæti sínu í deildinni ef leikmenn liðsins finna trúna sem virðist skorta og leiki í 90 mínútur eins liðið lék síðasta hálftímann í kvöld.Keflavík-Víkingur 2-1 1-0 Guðjón Árni Antoníusson ´21 2-0 Jóhann Birnir Guðmunsson ´33 2-1 Viktor Jónsson ´68 Nettóvöllur. Áhorfendur: 793 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Skot (á mark): 10-6 (6-4) Varið: Ómar 3 – Magnús 4 Hornspyrnur: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-14 Rangstöður: 2-1
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12
Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13