Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettó-vellinum skrifar 11. júlí 2011 14:06 Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Fram í síðustu umferð Mynd/GVA Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Keflavík var mun betri aðilinn framan af leiknum og komst verðskuldað í 2-0 með mörkum Guðjóns Árna og Jóhanns Birnis og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks benti ekkert til annars en að það sama yrði uppi á tenginum í seinni hálfleik en upp úr engu minnkuðu Víkingar muninn þegar táningurinn Viktor Jónsson fékk að skalla dauðafrír á markteig í netið eftir góða fyrirgjöf Kjartans Dige. Eftir markið hörfuðu Keflvíkingar aftar á völlinn og Víkingar freistuðu þess að jafna metin. Víkingum tókst ekki að skapa sér teljandi færi en litlu mátti muna í þrígang að liðið næði að skapa sér dauðafæri en Ómar Jóhannsson var öflugur í marki heimamanna og varnarlínan að mestu vel vakandi. Keflvíkingar freistuðu þess að sækja hratt og nýta sér það að Víkingar lögðu ofur áherslu á að sóknarleikinn og hefðu hæglega getað gulltryggt sigurinn rétt fyrir leikslok þegar Hilmar Geir komst einn gegn Magnúsi en Hilmar átti ekki sinn besta dag og Magnús varði vel. Eins og áður segir var sigurinn mjög mikilvægur fyrir Keflavík en staða Víkings heldur áfram að versna og er liðið nú í fallsæti þar sem Grindavík náði stigi í kvöld. Það býr mikið í Víkingsliðinu og ljóst að liðið getur bjargað sæti sínu í deildinni ef leikmenn liðsins finna trúna sem virðist skorta og leiki í 90 mínútur eins liðið lék síðasta hálftímann í kvöld.Keflavík-Víkingur 2-1 1-0 Guðjón Árni Antoníusson ´21 2-0 Jóhann Birnir Guðmunsson ´33 2-1 Viktor Jónsson ´68 Nettóvöllur. Áhorfendur: 793 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Skot (á mark): 10-6 (6-4) Varið: Ómar 3 – Magnús 4 Hornspyrnur: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-14 Rangstöður: 2-1 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. Keflavík var mun betri aðilinn framan af leiknum og komst verðskuldað í 2-0 með mörkum Guðjóns Árna og Jóhanns Birnis og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks benti ekkert til annars en að það sama yrði uppi á tenginum í seinni hálfleik en upp úr engu minnkuðu Víkingar muninn þegar táningurinn Viktor Jónsson fékk að skalla dauðafrír á markteig í netið eftir góða fyrirgjöf Kjartans Dige. Eftir markið hörfuðu Keflvíkingar aftar á völlinn og Víkingar freistuðu þess að jafna metin. Víkingum tókst ekki að skapa sér teljandi færi en litlu mátti muna í þrígang að liðið næði að skapa sér dauðafæri en Ómar Jóhannsson var öflugur í marki heimamanna og varnarlínan að mestu vel vakandi. Keflvíkingar freistuðu þess að sækja hratt og nýta sér það að Víkingar lögðu ofur áherslu á að sóknarleikinn og hefðu hæglega getað gulltryggt sigurinn rétt fyrir leikslok þegar Hilmar Geir komst einn gegn Magnúsi en Hilmar átti ekki sinn besta dag og Magnús varði vel. Eins og áður segir var sigurinn mjög mikilvægur fyrir Keflavík en staða Víkings heldur áfram að versna og er liðið nú í fallsæti þar sem Grindavík náði stigi í kvöld. Það býr mikið í Víkingsliðinu og ljóst að liðið getur bjargað sæti sínu í deildinni ef leikmenn liðsins finna trúna sem virðist skorta og leiki í 90 mínútur eins liðið lék síðasta hálftímann í kvöld.Keflavík-Víkingur 2-1 1-0 Guðjón Árni Antoníusson ´21 2-0 Jóhann Birnir Guðmunsson ´33 2-1 Viktor Jónsson ´68 Nettóvöllur. Áhorfendur: 793 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Skot (á mark): 10-6 (6-4) Varið: Ómar 3 – Magnús 4 Hornspyrnur: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-14 Rangstöður: 2-1
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12
Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. 11. júlí 2011 22:13