Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Guðmundur Marinó Ingvarsson í Keflavík skrifar 11. júlí 2011 22:13 Willum Þór Þórsson. Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12