Enski boltinn

Wenger klár í 14 ár í viðbót hjá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsenal slapp með skrekkinn gegn Shrewsbury í deildarbikarnum í gær. Arsenal lenti undir í leiknum en hafði sigur að lokum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi að hafa orðið skelkaður er Shrewsbury komst yfir en var himinlifandi í leikslok.

Byrjun Arsenal í ár er sú versta síðan Wenger tók  við liðinu. Honum létti þó eftir að hafa unnið sigur.

"Ég skil vel að fólk sé óánægt og gagnrýni okkur. Eins og allir vita þá er fólk venjulega afar fljótt að fara fram úr sér í þeim efnum," sagði Wenger.

"Ég get tekið gagnrýni en hún skiptir mig ekki máli. Auðvitað vil ég samt að fólk segi að ég sé góður í mínu starfi. Við tökum fagnandi á móti hrósinu þannig að við verðum að sætta okkur við skammirnar líka.

"Ég er búinn að vera í 14 ár hjá þessu félagi og hef haldið liðinu í Meistaradeildinni í 14 ár. Ég vona að ég verði hérna í 14 ár í viðbót," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×