Fótbolti

Suarez valinn besti leikmaður Copa America

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez með verðlaun sín að loknum sigrinum á Paragvæ.
Luis Suarez með verðlaun sín að loknum sigrinum á Paragvæ. Mynd/AFP
Úrúgvæinn Luis Suarez, leikmaður Liverpool, var valinn besti leikmaður Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu sem lauk í Argentínu í gærkvöld. Suarez skoraði fjögur mörk í keppninni og leiddi þjóð sína til sigurs.

Suarez skoraði einu sinni í úrslitaleiknum í gær þegar Úrúgvæ lagði Paragvæ nokkuð auðveldlega 3-0. Í undanúrslitunum skoraði Suarez bæði mörkin í 2-0 sigri á Perú. Raunar hafði Suarez aðeins skorað gegn Perú þegar kom að úrslitaleiknum því hann skoraði í 1-1 jafntefli þjóðanna í riðlakeppninni.

Suarez skoraði næst flest mörk í keppninni en Perú-maðurinn Paulo Guerrero skoraði flest eða fimm talsins og varð markakóngur. Sebastian Coates hjá Úrúgvæ var valinn besti ungi leikmaðurinn og Justo Villar hjá Paragvæ besti markvörðurinn. Þá hlaut Úrúgvæ verðlaun fyrir háttvísi.

Með sigrinum er Úrúgvæ orðinn sigursælasta þjóðin í sögu keppninnar. Úrúgvæ deildi þeim titli með gestgjöfum Argentínu en hafa nú tekið forystu í titlasöfnuninni.

Bestu leikmenn fyrri keppna

Robinho (Brasilía) – 2007

Adriano (Brasilía) – 2004

Amado Guevara (Hondúras) – 2001

Rivaldo (Brasilía) – 1999

Ronaldo (Brasilía) – 1997

Enzo Francéscoli (Úrúgvæ) – 1995

Sergio Goycochea (Argentína) – 1993

Leonardo Rodríguez (Argentína) – 1991

Ruben Sosa (Úrúgvæ) – 1989

Carlos Valderrama (Kólumbía) – 1987




Fleiri fréttir

Sjá meira


×