Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann 25. júlí 2011 21:30 Hjálparstarfsmenn fylgja ungmennum frá Útey. Mynd/AP „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
„Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira