Enski boltinn

Wigan býður Man. Utd upp á nýtt 20 milljón króna gras

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eins og sjá má var gamla grasið orðið ansi lélegt.
Eins og sjá má var gamla grasið orðið ansi lélegt.
Forráðamenn Wigan bera greinilega mikla virðingu fyrir Man. Utd því liðið hefur ákveðið að leggja nýtt gras á völlinn áður en United kemur í heimsókn á morgun.

Grasið sem Wigan var að leggja á völlinn kostar tæpar 20 milljónir íslenskra króna.

"Ég veit að það mun henta United mjög vel að leika á góðum velli en við verðum bara að eiga góðan völl," sagði Roberto Martinez, stjóri Wigan, en völlur félagsins hefur verið eins og kartöflugarður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×