Enski boltinn

Van Persie verður í fyrirliði Arsenal um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Persie fær kannski að lyfta bikarnum.
Van Persie fær kannski að lyfta bikarnum.
Hollendingurinn Robin Van Persie mun leiða Arsenal til leiks í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag í fjarveru Cesc Fabregas. Arsene Wenger, stjóri liðsins, hefur staðfest það.

"Van Persie er varafyrirliði og mun því eðlilega vera með fyrirliðabandið," sagði Wenger.

Arsenal mætir Birmingham í úrslitaleiknum á Wembley og flestir búast við sigri Lundúnaliðsins.

Ef af því verður þá mun Van Persie lyfta fyrsta bikar Arsenal síðan 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×