Enski boltinn

Van der Meyde hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Í leik með Everton árið 2008.
Í leik með Everton árið 2008. Nordic Photos / Getty Images
Hollendingurinn Andy van der Meyde hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þó svo að hann sé ekki nema 31 árs gamall.

Van der Meyde lék á sínum ferli átján leiki með hollenska landsliðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Hann hóf ferilinn með Ajax í heimalandinu og fór þaðan til Inter á Ítalíu þar sem hann var í tvö ár. Árið 2005 var hann seldur til Everton þar sem hann átti erfitt uppdráttar.

Eftir góð ár hjá Ajax náði ferill hans náði aldrei miklum hæðum og hann lék aðeins 20 leiki á fjórum árum hjá Everton. Meiðsli settu strik í reikninginn sem og vandræði utan vallar. Árið 2009 rann samningur hans út og var ekki endurnýjaður.

Hann gerði skammtímasamning við PSV árið 2010 en hefur síðan þá verið án félags. „Ég er hættur," sagði hann. „Og mun ekki fara í nein viðtöl vegna þess."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×