Enski boltinn

Rio verður ekki með á móti Chelsea á þriðjudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að miðvörðurinn Rio Ferdinand verði ekki með í stórleiknum á móti Chelsea á þriðjudaginn. Ferdinand mun hinsvegar getað spilað með United á móti Liverpool um þar næstu helgi.

Ferdinand er að ná sér eftir kálfameiðsli sem hann varð fyrir upphitun fyrir leikinn á móti Wolves á dögunum en þar tapaði United sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu. United verður líka án miðvarðarins Jonny Evans í leiknum á móti Wigan á morgun.

„Rio Ferdinand og Jonny Evans verða klárir í næstu viku en þá er ég að tala um Liverpool-leikinn," sagði Alex Ferguson á blaðamannafundi. Michael Owen er hinsvegar orðinn góður af nárameiðslum sínum.

„Michael er farinn að æfa á nýjan leik og hann verður leikfær á morgun," sagði Ferguson og hann sagði líka að þeir væru að gera allt til þess að Ryan Giggs geti spilað á móti Wigan. Giggs missti af leiknum á móti Marseille í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×