Upphæð bóta til fórnarlamba ofbeldis óbreytt í 15 ár 1. júní 2011 08:00 Ríkissjóður greiðir 130 til 160 milljónir króna á ári til þolenda ofbeldisbrota. Hámarksbætur fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en 600 þúsund fyrir miska. Bæturnar eru margfalt hærri í nágrannalöndum. Mynd/Stefán Bætur úr ríkissjóði til þolenda ofbeldisbrota hafa verið óbreyttar frá árinu 1996 og eru langtum lægri en bætur í nágrannalöndunum. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum umsóknanna er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. „Algengt er að þolendum kynferðisbrota séu dæmdar bætur upp á 800 þúsund krónur til 1,5 milljónir. Ef um alvarlegt brot er að ræða eru dæmdar bætur 1,2 til 3 milljónir króna, sem er það hæsta sem ég hef séð. Ríkið borgar hins vegar aldrei meira en 600 þúsund krónur," segir Halldór. „Þolendur kynferðisbrota eru í langflestum tilfellum konur. Karlar fá yfirleitt greidda alla upphæðina sem þeim er dæmd í bætur vegna líkamsárásar," segir hann. Hann segir marga lögmenn hafa bent á þetta misræmi. Lög sem bæturnar eru greiddar eftir eru frá 1995. „Samkvæmt þeim áttu hámarksbætur fyrir líkamstjón að vera 5 milljónir króna en fyrir miska 1,2 milljónir. Gildistöku laganna var frestað um eitt ár. Í breytingarfrumvarpi voru bæturnar lækkaðar um helming í sparnaðarskyni." Halldór bendir á að íslensku lögin hafi verið samin upp úr dönskum lögum. „Þetta fyrirkomulag var alls staðar í hinum vestræna heimi og þetta var gert til þess að létta göngu brotaþola. Í 99 prósentum tilvika fengust engar bætur greiddar. Bæturnar hér á landi eru hins vegar miklu lægri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi eru hámarksbætur 40 til 50 milljónir króna miðað við núverandi gengi en í Svíþjóð tæplega 30 milljónir."- ibs Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bætur úr ríkissjóði til þolenda ofbeldisbrota hafa verið óbreyttar frá árinu 1996 og eru langtum lægri en bætur í nágrannalöndunum. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum umsóknanna er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. „Algengt er að þolendum kynferðisbrota séu dæmdar bætur upp á 800 þúsund krónur til 1,5 milljónir. Ef um alvarlegt brot er að ræða eru dæmdar bætur 1,2 til 3 milljónir króna, sem er það hæsta sem ég hef séð. Ríkið borgar hins vegar aldrei meira en 600 þúsund krónur," segir Halldór. „Þolendur kynferðisbrota eru í langflestum tilfellum konur. Karlar fá yfirleitt greidda alla upphæðina sem þeim er dæmd í bætur vegna líkamsárásar," segir hann. Hann segir marga lögmenn hafa bent á þetta misræmi. Lög sem bæturnar eru greiddar eftir eru frá 1995. „Samkvæmt þeim áttu hámarksbætur fyrir líkamstjón að vera 5 milljónir króna en fyrir miska 1,2 milljónir. Gildistöku laganna var frestað um eitt ár. Í breytingarfrumvarpi voru bæturnar lækkaðar um helming í sparnaðarskyni." Halldór bendir á að íslensku lögin hafi verið samin upp úr dönskum lögum. „Þetta fyrirkomulag var alls staðar í hinum vestræna heimi og þetta var gert til þess að létta göngu brotaþola. Í 99 prósentum tilvika fengust engar bætur greiddar. Bæturnar hér á landi eru hins vegar miklu lægri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi eru hámarksbætur 40 til 50 milljónir króna miðað við núverandi gengi en í Svíþjóð tæplega 30 milljónir."- ibs
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira