Upphæð bóta til fórnarlamba ofbeldis óbreytt í 15 ár 1. júní 2011 08:00 Ríkissjóður greiðir 130 til 160 milljónir króna á ári til þolenda ofbeldisbrota. Hámarksbætur fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en 600 þúsund fyrir miska. Bæturnar eru margfalt hærri í nágrannalöndum. Mynd/Stefán Bætur úr ríkissjóði til þolenda ofbeldisbrota hafa verið óbreyttar frá árinu 1996 og eru langtum lægri en bætur í nágrannalöndunum. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum umsóknanna er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. „Algengt er að þolendum kynferðisbrota séu dæmdar bætur upp á 800 þúsund krónur til 1,5 milljónir. Ef um alvarlegt brot er að ræða eru dæmdar bætur 1,2 til 3 milljónir króna, sem er það hæsta sem ég hef séð. Ríkið borgar hins vegar aldrei meira en 600 þúsund krónur," segir Halldór. „Þolendur kynferðisbrota eru í langflestum tilfellum konur. Karlar fá yfirleitt greidda alla upphæðina sem þeim er dæmd í bætur vegna líkamsárásar," segir hann. Hann segir marga lögmenn hafa bent á þetta misræmi. Lög sem bæturnar eru greiddar eftir eru frá 1995. „Samkvæmt þeim áttu hámarksbætur fyrir líkamstjón að vera 5 milljónir króna en fyrir miska 1,2 milljónir. Gildistöku laganna var frestað um eitt ár. Í breytingarfrumvarpi voru bæturnar lækkaðar um helming í sparnaðarskyni." Halldór bendir á að íslensku lögin hafi verið samin upp úr dönskum lögum. „Þetta fyrirkomulag var alls staðar í hinum vestræna heimi og þetta var gert til þess að létta göngu brotaþola. Í 99 prósentum tilvika fengust engar bætur greiddar. Bæturnar hér á landi eru hins vegar miklu lægri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi eru hámarksbætur 40 til 50 milljónir króna miðað við núverandi gengi en í Svíþjóð tæplega 30 milljónir."- ibs Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Bætur úr ríkissjóði til þolenda ofbeldisbrota hafa verið óbreyttar frá árinu 1996 og eru langtum lægri en bætur í nágrannalöndunum. Um 130 til 160 milljónir króna eru greiddar úr ríkissjóði ár hvert til þolenda ofbeldisbrota. Frá 2006 hafa borist um 400 umsóknir á ári um bætur. Um 25 prósentum umsóknanna er hafnað. Hámarksbætur sem ríkissjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 milljónir króna en fyrir miska 600 þúsund krónur. Ef um kynferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, sem hefur umsjón með greiðslu bótanna. „Algengt er að þolendum kynferðisbrota séu dæmdar bætur upp á 800 þúsund krónur til 1,5 milljónir. Ef um alvarlegt brot er að ræða eru dæmdar bætur 1,2 til 3 milljónir króna, sem er það hæsta sem ég hef séð. Ríkið borgar hins vegar aldrei meira en 600 þúsund krónur," segir Halldór. „Þolendur kynferðisbrota eru í langflestum tilfellum konur. Karlar fá yfirleitt greidda alla upphæðina sem þeim er dæmd í bætur vegna líkamsárásar," segir hann. Hann segir marga lögmenn hafa bent á þetta misræmi. Lög sem bæturnar eru greiddar eftir eru frá 1995. „Samkvæmt þeim áttu hámarksbætur fyrir líkamstjón að vera 5 milljónir króna en fyrir miska 1,2 milljónir. Gildistöku laganna var frestað um eitt ár. Í breytingarfrumvarpi voru bæturnar lækkaðar um helming í sparnaðarskyni." Halldór bendir á að íslensku lögin hafi verið samin upp úr dönskum lögum. „Þetta fyrirkomulag var alls staðar í hinum vestræna heimi og þetta var gert til þess að létta göngu brotaþola. Í 99 prósentum tilvika fengust engar bætur greiddar. Bæturnar hér á landi eru hins vegar miklu lægri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi eru hámarksbætur 40 til 50 milljónir króna miðað við núverandi gengi en í Svíþjóð tæplega 30 milljónir."- ibs
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent