Enski boltinn

Hurst lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hurst (26) fylgist með er Clint Dempsey skorar fyrir Fulham.
Hurst (26) fylgist með er Clint Dempsey skorar fyrir Fulham.

Einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar, James Hurst sem var í herbúðum ÍBV, lék í kvöld sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Hurst var í byrjunarliði WBA sem fékk skell, 3-0, gegn Fulham. Hurst lék allan leikinn.

Þetta var aðeins annar leikur hans í vetur en hann spilaði í deildarbikarnum 1. desember er liðið tapaði gegn Ipswich.

Hann bíður því enn eftir sínum fyrsta sigri en braut múrinn í kvöld með fyrsta leiknum í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×