Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2011 07:00 Nigel Adkins er 46 ára fyrrverandi sjúkraþjálfari sem trónir með lið sitt, Southampton, á toppi einnar sterkustu deildar Evrópu. Mynd/Nordic Photos/Getty Árið 2006 ákvað Brian Laws að hætta sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Scunthorpe, þar sem honum bauðst betra starf hjá Sheffield Wednesday. Steve Wharton, eigandi og meirihlutaeigandi Scunthorpe, ákvað að sækja ekki vatnið yfir lækinn heldur gefa Nigel Adkins, 41 árs gömlum sjúkraþjálfara hjá félaginu, stöðuhækkun. Adkins tók við stöðu knattspyrnustjóra og hefur síðan þá náð undraverðum árangri. Í dag er hann stjóri Southampton, sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar og stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Saga Adkins er með ólíkindum en óhætt er að segja að hann hafi fetað óhefðbundnar slóðir á leið sinni í hið eftirsótta starf knattspyrnustjóra. Southampton hefur reyndar aðeins hikstað að undanförnu en liðið byrjaði tímabilið afar vel undir stjórn Adkins og er enn á toppi deildarinnar. Þess ber að geta að Southampton er nýliði í deildinni, en Adkins tók við liðinu í september í fyrra þegar það var í C-deildinni og kom því strax upp. Þrívegis upp úr sömu deildinniMynd/Nordic Photos/GettyÞetta var reyndar í þriðja skiptið á aðeins fjórum tímabilum sem Adkins komst upp úr C-deildinni. Hann gerði það tvívegis með Scunthorpe, sem var ótrúlegur árangur því félagið er þekkt fyrir mikla aðhaldssemi og skynsemi í sínum rekstri. Launakostnaður félagsins er talsvert minni en gengur og gerist í B-deildinni og hjá mörgum félögum í C-deildinni. Það er fyrst og fremst eigandanum Wharton að þakka og ein helsta ástæða þess að hann ákvað að veðja á Adkins á sínum tíma. „Ég veit vel að margir stuðningsmanna okkar vildu gjarnan sjá okkur gefa allt í botn og láta slag standa," sagði Wharton í byrjun árs 2010. „En ég hef einsett mér það að koma félaginu aldrei í vandræði og við höfum alltaf haft trú á því að eyða aðeins því sem við höfum efni á. Það er ótrúlegt að við séum komnir þetta langt en við höfum líka bara verið með tvo knattspyrnustjóra á síðustu þrettán árum," bætti hann við og átti þá við Laws og Adkins. Þess má geta að í janúar 2010 drógust Manchester City og Scunthorpe saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Þrátt fyrir gjörólíka stöðu félaganna áttu þau eitt sameiginlegt – bæði voru skuldlaus. City vann leikinn, 4-2. Adkins var vinsæll hjá stuðningsmönnum, sem sungu: „Who needs Mourinho? We've got our physio." (Hver þarf Mourinho? Við erum með sjúkraþjálfarann okkar.) Tvöfaldur meistari í WalesMynd/Nordic Photos/GettyAdkins spilaði sem markvörður á sínum tíma og var á mála hjá Tranmere Rovers, Wigan og Bangor City. Hann var spilandi þjálfari þau þrjú ár sem hann var hjá síðastnefnda félaginu, sem leikur í efstu deild í Wales, en hætti þegar hann lagði hanskana á hilluna vegna meiðsla árið 1996, 31 árs gamall. Þá hafði hann gert liðið að meisturum í Wales í tvígang. Hann gerði sér þó ungur grein fyrir því að hann þyrfti að hafa aðra kosti ef þjálfaraferillinn gengi ekki að óskum. Hann náði sér í háskólagráður í viðskiptum og fjármálum, sem og í sálfræði og þjálfarafræðum. Auk þess útskrifaðist hann sem sjúkraþjálfari árið 1995. Eiginkona Adkins fæddi um svipað leyti son sem var annað barn þeirra hjóna. En stuttu síðar veiktist hún alvarlega og ákváðu þau þá að best væri að hann fyndi sér starf sem skaffaði heimilinu fastar tekjur. Adkins hóf vinnu sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe en um áratug síðar hafði eiginkona hans náð fullri heilsu og Adkins bauðst skyndilega starf knattspyrnustjóra hjá Scunthorpe. Hann þáði og komst að því að árin sem hann starfaði sem sjúkraþjálfari myndu reynast honum vel. „Margir leikmenn sem komu til mín voru í raun ekki meiddir en þurftu smá hvíld frá baráttunni. Eða þá að þeir áttu í vandræðum með áfengisdrykkju – eða voru pirraðir. Það var þá sem ég lærði hversu mikilvæg samskipti knattspyrnustjóra og leikmanna eru," sagði Adkins. Veðjað á réttan hestBob Paisley.Mynd/Nordic Photos/GettyÞegar Alan Pardew var rekinn frá Southampton í lok ágúst 2010 kom því ekki á óvart að forráðamenn félagsins leituðu til Adkins. Hann hafði gott orð á sér, hafði náð góðum árangri og var menntaður í viðskiptum og fjármálum. Southampton var nýbúið að ganga í gegnum greiðslustöðvun, en félagið hafði fallið um tvær deildir á skömmum tíma. Eigendur Southampton virðast hafa veðjað á réttan hest og ef fram heldur sem horfir verður liðið komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi innan skamms, þar sem það var samfellt í 27 ár áður en það féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2005. Saga Adkins er þó ekki einsdæmi því Bob Paisley, goðsögnin sjálf hjá Liverpool, hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá félaginu þegar hann hætti að spila. Hann stýrði liðinu í níu ár með stórkostlegum árangri. Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Árið 2006 ákvað Brian Laws að hætta sem knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Scunthorpe, þar sem honum bauðst betra starf hjá Sheffield Wednesday. Steve Wharton, eigandi og meirihlutaeigandi Scunthorpe, ákvað að sækja ekki vatnið yfir lækinn heldur gefa Nigel Adkins, 41 árs gömlum sjúkraþjálfara hjá félaginu, stöðuhækkun. Adkins tók við stöðu knattspyrnustjóra og hefur síðan þá náð undraverðum árangri. Í dag er hann stjóri Southampton, sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar og stefnir hraðbyri á ensku úrvalsdeildina. Saga Adkins er með ólíkindum en óhætt er að segja að hann hafi fetað óhefðbundnar slóðir á leið sinni í hið eftirsótta starf knattspyrnustjóra. Southampton hefur reyndar aðeins hikstað að undanförnu en liðið byrjaði tímabilið afar vel undir stjórn Adkins og er enn á toppi deildarinnar. Þess ber að geta að Southampton er nýliði í deildinni, en Adkins tók við liðinu í september í fyrra þegar það var í C-deildinni og kom því strax upp. Þrívegis upp úr sömu deildinniMynd/Nordic Photos/GettyÞetta var reyndar í þriðja skiptið á aðeins fjórum tímabilum sem Adkins komst upp úr C-deildinni. Hann gerði það tvívegis með Scunthorpe, sem var ótrúlegur árangur því félagið er þekkt fyrir mikla aðhaldssemi og skynsemi í sínum rekstri. Launakostnaður félagsins er talsvert minni en gengur og gerist í B-deildinni og hjá mörgum félögum í C-deildinni. Það er fyrst og fremst eigandanum Wharton að þakka og ein helsta ástæða þess að hann ákvað að veðja á Adkins á sínum tíma. „Ég veit vel að margir stuðningsmanna okkar vildu gjarnan sjá okkur gefa allt í botn og láta slag standa," sagði Wharton í byrjun árs 2010. „En ég hef einsett mér það að koma félaginu aldrei í vandræði og við höfum alltaf haft trú á því að eyða aðeins því sem við höfum efni á. Það er ótrúlegt að við séum komnir þetta langt en við höfum líka bara verið með tvo knattspyrnustjóra á síðustu þrettán árum," bætti hann við og átti þá við Laws og Adkins. Þess má geta að í janúar 2010 drógust Manchester City og Scunthorpe saman í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Þrátt fyrir gjörólíka stöðu félaganna áttu þau eitt sameiginlegt – bæði voru skuldlaus. City vann leikinn, 4-2. Adkins var vinsæll hjá stuðningsmönnum, sem sungu: „Who needs Mourinho? We've got our physio." (Hver þarf Mourinho? Við erum með sjúkraþjálfarann okkar.) Tvöfaldur meistari í WalesMynd/Nordic Photos/GettyAdkins spilaði sem markvörður á sínum tíma og var á mála hjá Tranmere Rovers, Wigan og Bangor City. Hann var spilandi þjálfari þau þrjú ár sem hann var hjá síðastnefnda félaginu, sem leikur í efstu deild í Wales, en hætti þegar hann lagði hanskana á hilluna vegna meiðsla árið 1996, 31 árs gamall. Þá hafði hann gert liðið að meisturum í Wales í tvígang. Hann gerði sér þó ungur grein fyrir því að hann þyrfti að hafa aðra kosti ef þjálfaraferillinn gengi ekki að óskum. Hann náði sér í háskólagráður í viðskiptum og fjármálum, sem og í sálfræði og þjálfarafræðum. Auk þess útskrifaðist hann sem sjúkraþjálfari árið 1995. Eiginkona Adkins fæddi um svipað leyti son sem var annað barn þeirra hjóna. En stuttu síðar veiktist hún alvarlega og ákváðu þau þá að best væri að hann fyndi sér starf sem skaffaði heimilinu fastar tekjur. Adkins hóf vinnu sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe en um áratug síðar hafði eiginkona hans náð fullri heilsu og Adkins bauðst skyndilega starf knattspyrnustjóra hjá Scunthorpe. Hann þáði og komst að því að árin sem hann starfaði sem sjúkraþjálfari myndu reynast honum vel. „Margir leikmenn sem komu til mín voru í raun ekki meiddir en þurftu smá hvíld frá baráttunni. Eða þá að þeir áttu í vandræðum með áfengisdrykkju – eða voru pirraðir. Það var þá sem ég lærði hversu mikilvæg samskipti knattspyrnustjóra og leikmanna eru," sagði Adkins. Veðjað á réttan hestBob Paisley.Mynd/Nordic Photos/GettyÞegar Alan Pardew var rekinn frá Southampton í lok ágúst 2010 kom því ekki á óvart að forráðamenn félagsins leituðu til Adkins. Hann hafði gott orð á sér, hafði náð góðum árangri og var menntaður í viðskiptum og fjármálum. Southampton var nýbúið að ganga í gegnum greiðslustöðvun, en félagið hafði fallið um tvær deildir á skömmum tíma. Eigendur Southampton virðast hafa veðjað á réttan hest og ef fram heldur sem horfir verður liðið komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi innan skamms, þar sem það var samfellt í 27 ár áður en það féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2005. Saga Adkins er þó ekki einsdæmi því Bob Paisley, goðsögnin sjálf hjá Liverpool, hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá félaginu þegar hann hætti að spila. Hann stýrði liðinu í níu ár með stórkostlegum árangri.
Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira