Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi 16. desember 2011 04:30 Viðurkenning afhent Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi.fréttablaðið/GVA „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira