Enski boltinn

Dalglish: Downing hefur verið óheppinn

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með Stewart Downing það sem af er leiktíðar þó svo hann segi að Downing hafi verið svolítið óheppinn.

Downing var keyptur á 20 milljónir punda í sumar og hefur ekki slegið í gegn hjá öllum stuðningsmönnum félagsins. Hann hefur ekki enn skorað en Liverpool hefur reyndar gengið illa að skora í vetur.

Leikmenn félagsins hafa næstum skotið jafn oft í markstangirnar eins og í markið.

"Stewart er búinn að skapa fjölda færa fyrir okkur. Hann hefur einnig fengið færi en heppnin hefur ekki verið í liði með honum," sagði Dalglish.

"Ef við værum ekki alltaf að skjóta í stöng eða slá þá væri tölfræðin okkar mun betri. Stewart hefur lagt mikið af mörkum til okkar og ég er ánægður með hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×