Innlent

Fundu stél af flugvélasprengju á botni Kleifarvatns

Kafari hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunni
Kafari hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunni Mynd/lhg.is
Kafarar hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fundu í dag stél af flugvélasprengju í Kleifarvatni eftir að ábending frá köfurum barst um heldur torkennilegan hlut í vatninu.

Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar segir að ákveðið hafi verið að rannsaka hlutinn nánar eftir að nánari lýsing var fengin og fannst hluturinn fljótlega eftir að köfun hófst. Sprengjusérfræðingar gæslunnar voru fullvissir um að hann væri ekki hættulegur og var honum því komið upp á yfirborðið og skoðaður nánar.

Hluturinn var stél af flugvélasprengju en það líklega af gerðinni MK 83 og vegur um 450 kíló að þyngd. Það er sprengjusérfræðingur hulin ráðgáta hvernig stél sprengjunnar hafnaði í vatninu en slíkar sprengjur hafa verið notaðar eftir stríð og eru ennþá í notkun.  Hugsanlega hefur hluturinn verið notaður við æfingar kafara Varnarliðsins í Kleifarvatni.

Fréttina á vef Landhelgisgæslunnar og fleiri myndir er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×