Torres skoraði og sá rautt - Arsenal, Chelsea og Liverpool unnu öll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Torres fagnaði marki sínu vel en var rekinn útaf skömmu síðar. Það kom sem betur fer ekki að sök fyrir Chelsea. Nordic Photos / AFP Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira