FC Kaupmannahöfn vann dramatískan 2-1 útisigur á Bröndby í dönsku knattspyrnunni í dag. Meistaraliðið átti undir högg að sækja lengst af leik, kom tilbaka og tryggði sér sigur í blálokin.
Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir ottesen Jónsson stóðu vaktina í miðverðinum gegn erkifjendunum í Bröndby. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik og höfðu góð tök á leiknum.
Í stað þess að nýta sér yfirburðina jafnaði Dame N'Doye metin eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik. Bæði lið virtust sátt við skiptan hlut þegar Cesar Santin skoraði sigurmark gestanna á lokamínútunni.
FCK er enn ósigrað á leiktíðinni. Félagið situr í toppsætinu með 28 stig og hefur tólf stiga forskot á Nordsjælland sem á leik til góða.
Átök brustu út milli stuðningsmanna Bröndby og FCK fyrir leikinn í dag. Nokkrir voru handteknir auk þess sem lögreglumaður slasaðist.
Ragnar og Sölvi Geir í sigurliði FCK gegn Bröndby
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



