Enski boltinn

Annar skellur Liverpool-manna í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga.

Liverpool-liðið var þarna að spila í Istanbul þar sem liðið tryggði sér eftirminnilegan sigur í Meistaradeildinni árið 2005. Liðið vann þá AC Milan í vítakeppni í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir í fyrri hálfleik.

Milan Baros, fyrrum leikmaður Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul fyrir sex árum, skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrra markið hans kom á 8. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf og það seinna kom með skalla á fjærstöng á 40. mínútu.

Svíinn, Johan Elmander, fyrrum leikmaður Bolton, skoraði síðan þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok með frábæru viðstöðulausu skoti frá vítateigslínunni.

Sotirios Kyrgiakos var fyrirliði Liverpool í kvöld en fimm bakverðir voru í byrjunarliði liðsins í þessum leik: Emiliano Insúa, John Flanagan, Jack Robinson, Philipp Degen og Martin Kelly. Andy Carroll og Joe Cole byrjuðu í framlínunni og Alexander Doni var í markinu í fyrri hálfleik, Brad Jones (markvörður), Dirk Kuyt og Alberto Aquilani komu allir inn á sem varamenn í hálfleik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×