Ekki Ginola að kenna heldur landamæraeftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2011 23:30 Kostadinov og félagar höfnuðu í 4. sæti í lokakeppninni í Bandaríkjunum. Nordic Photos / Getty Images Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov. Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov.
Fótbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira