Ekki Ginola að kenna heldur landamæraeftirlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2011 23:30 Kostadinov og félagar höfnuðu í 4. sæti í lokakeppninni í Bandaríkjunum. Nordic Photos / Getty Images Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov. Fótbolti Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sjá meira
Emil Kostadinov, hetja Búlgara í undankeppni HM 1994, hefði að öllu eðlilegu ekki átt að spila lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum í París. Kostadinov var smyglað inn í landið ásamt liðsfélaga sínum þar sem þeir voru án vegabréfs. Kostadinov skoraði bæði mörk Búlgara í sögufrægum 2-1 sigri á Frakklandi í lokaumferð undankeppninnar. Úrslitin þýddu að Búlgarar tryggðu sér sæti á HM í Bandaríkjunum á kostnað Frakka. Gerard Houllier, þáverandi landsliðsþjálfari Frakka, kenndi David Ginola, leikmanni landsliðsins, um tapið. Ástæðan var sú að undir lok leiksins, í stöðunni 1-1, gaf Ginola fyrir í stað þess að halda boltanum út við hornfána. Búlgarar unnu boltann eftir misheppnuðu fyrirgjöfina, brunuðu í sókn þar sem Kostadinov skoraði líklega frægasta markið í sögu búlgarskrar knattspyrnu. „Þetta hljómar eins og þjóðsaga, en hún er sönn,“ segir Zlatko Yankov um komu landsliðsins til Frakklands fyrir leikinn fræga árið 1993. Kostadinov og Luboslav Penev, sem átti stoðsendinguna í sigurmarki Kostadinovs, voru í vandræðum með vegabréf sín. Markvörðurinn Borislav Mihaylov og miðjumaðurinn Georgi Georgiev tóku málin í sínar hendur. „Kostadinov og Penev laumuðu sér yfir landamæri Þýskalands og Frakklands í bifreið sem Georgiev ók. Þeir völdu vísvitandi landamæri þar sem gæsla var í lágmarki,“ segir Yankov sem man vel eftir leiknum í París. Hann deilir þeirri skoðun með Houllier að Ginola hafi gert mistök með að senda fyrir markið. „Við biðum bara eftir flauti dómarans á þeim tímapunkti. Leikmenn og starfsfólkið á varamannabekknum töldu að ballið væri búið og að við gætum ekkert gert,“ segir Yankov. „Ginola hefði getað gert betur, látið tímann renna út og þá hefði leiknum verið lokið. En hann taldi sig líklega geta unnið leikinn,“ segir Yankov sem man vel eftir vonbrigðum frönsku leikmannanna í leikslok. Frakkar þurftu eitt stig úr tveimur heimaleikjum gegn Ísrael og Búlgaríu en töpuðu báðum óvænt á lokamínútunum. „Þeir litu skelfilega út í leikslok. Enginn trúði því sem gerst hafði. Ég man eftir andlitinu á Jean-Pierre Papin. Hann var svo fölur að það leit út fyrir að hann væri veikur,“ segir Yankov.
Fótbolti Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn