Fótbolti

Paragvæ mætir Úrúgvæ í úrslitum Copa America

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paragvæar fagna í nótt.
Paragvæar fagna í nótt.
Paragvæ tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Copa America eftir sigur á Venesúela í vítaspyrnukeppni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu.

Paragvæ nýtti allar fimm spyrnurnar sínar í vítaspyrnukeppninni en Venesúela klúðraði einni.

Það er áhugavert að Paragvæ er komið í úrslit án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Liðið gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og er svo búið að hafa betur í tveimur vítaspyrnukeppnum.

Paragvæ spilar gegn Úrúgvæ í úrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×