Fótbolti

Björn Bergmann orðaður við Fulham og Wolfsburg

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í enskum netmiðlum í dag
Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í enskum netmiðlum í dag lsk.no
Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög í enskum netmiðlum í dag. Björn er samningsbundinn norska liðinu Lilleström fram til ársins 2013 en hann er tvítugur og lék með ÍA á Akranesi áður en hann fór til Noregs.

Fulham og Bolton eru á meðal þeirra liða sem virðast hafa áhuga á framherjanum. Þýska liðið Wolfsburg er einnig nefnt til sögunnar. Björn lék vel með Lilleström á yfirstandandi keppnistímabili en hann fór í aðgerð á ökkla um miðjan september vegna meiðsla.

Alls hefur Björn leikið 20 deildarleiki á tímabilinu, skorað í þeim 5 mörk og gefið 8 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×