Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði AEK sem vann 1-0 sigur á Ergotelis í sínum fyrsta leik í grísku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Eiður Smári spilaði fyrstu 63 mínúturnar í leiknum en Elfar Freyr Helgason var ekki í leikmannahópi AEK í dag.
Leikjum AEK í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar var frestað og liðið hefur því einungis spilað í Evrópudeild UEFA til þessa. Þar steinlá liðið fyrir Anderlecht í vikunni, 4-1, og sigurinn í dag því kærkominn.
Sigur í fyrsta deildarleik AEK
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn