Níu dauðsföll vegna offitu á Íslandi 14. nóvember 2011 10:45 Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira