Níu dauðsföll vegna offitu á Íslandi 14. nóvember 2011 10:45 Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010. Íslenska þjóðin er sú feitasta á Vesturlöndum á eftir þeirri bandarísku og í sjötta sæti af ríkjum OECD. Árið 1990 voru átta prósent þjóðarinnar of feit og var hlutfallið orðið 12 prósent árið 2002. Hlutfallið hefur hækkað mikið síðan þá og árið 2009 mældist 21 prósent Íslendinga með offitu. Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, segir að ef ekkert verði að gert megi búast við hrinu ótímabærra dauðsfalla á næstu árum og áratugum. „Það getur orðið sprenging í hjartaáföllum á næstu árum. Á því er ekki nokkur einasti vafi að ef ekki verður brugðist við þessu stöndum við frammi fyrir ótímabærum dauðsföllum í auknum mæli,“ útskýrir Vilmundur. Hann segir dauðsföllum af völdum hjartaáfalls þó hafa fækkað á síðustu árum og það skýrist langmest af minni neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, breytingar á reykingavenjum og lækkun blóðþrýstings. „Þetta voru um 300 dauðsföll á ári sem spöruðust við breytingu á lífstíl. En þyngdin vann þar á móti,“ segir hann. „Menn verða að átta sig á því að offitan er hinn þögli dauði.“ Vilmundur hefur séð mikla fjölgun offitusjúklinga á síðustu árum og þá sér í lagi fjölgun þess fólks sem er lífshættulega feitt. „Það er fólk sem getur ekki hreyft sig, getur ekki séð um sig sjálft og er sennilega um eða yfir 200 kíló. Maður hefur séð mikla fjölgun einstaklinga með það vandamál.“ Um 350 manns eru nú á biðlista eftir því að komast í offitumeðferð á Reykjalundi, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 100 manns geta verið í fullri meðferð í einu, en stofnunin fær um 250 til 270 beiðnir á hverju ári. Dæmi eru um að fólk sem vill komast í meðferð sé í þrefaldri kjörþyngd, en sem stendur er um 17 mánaða bið eftir meðferð.- sv
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira