Enski boltinn

Liverpool enn í vandræðum gegn botnliðunum

Mynd/Nordic Photos/Getty
Enn og aftur tapaði Liverpool dýrmætum stigum gegn liðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli gegn botnliði Blackburn á heimavelli í dag.

Þrátt fyrir mikla yfirburði Liverpool komst Blackburn yfir með sjálfsmarki Charlie Adam þegar rétt rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik.

Það voru ekki átta mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Liverpool var búið að jafna. Maxi Rodríguez gerði að með skalla af stuttu færi eftir góða sendingu Martin Skrtel.

Steven Gerrard kom inn á sem varamaður og bjó til dauðafæri úr sinni fyrstu snertingu. Þegar hann sendi aukaspyrnu rétt utan vítateigs beint á kollinn á Maxi sem skallaði hátt yfir í þetta sinn.

Liverpool sótti án afláts og þrátt fyrir tvö dauðafæri á síðustu sekúndum leiksins tókst liðinu ekki að bæta við marki og þurfti að sætta sig við tvö töpuð stig. Liverpool er því enn í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti deildarinnar.

Blackburn er sem fyrr í neðsta sæti, nú fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×