Liverpool vann sinn þriðja deildarsigur í röð - Suarez skoraði í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2011 21:24 Leikmenn Liverpool fagna marki Raúl Meireles. Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool er að komast á skrið undir stjórn Kenny Dalglish og liðið nálgast efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir þriðja deildarisigurinn í röð í kvöld. Úrúgvæinn Luis Suarez skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í 2-0 sigri á Stoke en það gerðu líka Robbie Keane í fyrsta leik sínum fyrir West Ham og Daniel Sturridge í sínum fyrsta leik með Bolton. West Ham vann 3-1 útisigur á Blackpool en Bolton vann 1-0 heimasigur á Wolves. Peter Crouch tryggði Tottenham 1-0 útisigur á Blackburn og Damien Duff skoraði sigurmark Fulham á móti Newcastle þar sem Eiður Smári var ekki í hópnum. Liverpool fylgdi á eftir sigrum á Wolves og Fulham með 2-0 sigri á Stoke í fyrsta leik félagsins án Fernando Torres á Anfield í kvöld en Liverpool-liðið hefur unnið undanfarna þrjá leiki með markatölunni 6-0. Liverpool bauð upp á leikaðferðina 3-5-2 á móti Stoke þar sem liðið lék með þrjá miðverði og bakverðirnir Glen Johnson og Martin Kelly voru á köntunum. Asmir Begovic var í stuði í marki Stoke og ekkert gekk að skora hjá Liverpool í fyrri hálfleiknum. Það tók hinsvegar Liverpool aðeins 90 sekúndur að skora í seinni hálfleik þegar Raúl Meireles skoraði með góðu skoti eftir sendingu Sotiris Kyrgiakos og aukaspynu Steven Gerrard. Portúgalinn var þarna að skora sitt þriðja mark í síðutu fjórum leikjum. Luis Suarez kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið en Andy Carroll er meiddur og sat upp í stúki. Suarez stimplaði sig inn með því að koma Liverpool í 2-0 á 79. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Dirk Kuyt. Andy Wilkinson reyndi að bjarga á marklínunni og gæti fengið markið skráð á sig sem sjálfsmark. Tottenham komst aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins tvö stig í þremur leikjum á undan. Tottenham vann 1-0 útisigur á Blackburn og er áfram þremur stigum á eftir Chelsea.Peter Crouch skoraði sigurmark Tottenham strax á 4. mínútu með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Rafael van der Vaart. Mynd/Nordic Photos/Getty Victor Obinna skoraði þrennu í bikarsigri á Nottingham Forest um helgina og hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri West Ham á Blacpool á Bloomfield Road. Victor Obinna kom West Ham í 1-0 eftir 24 mínútur og tólf mínútum síðar var Robbie Keane búinn að opna markareikning sinn hjá West Ham í sínum fyrsta leik með félaginu. Keane fylgdi þá eftir skoti Obinna. Charlie Adam minnkaði muninn fyrir Blackpool með því að skora hjá Robert Green beint úr hornspyrnu á 42. mínútu en aðeins mínútu síðar var Victor Obinna búinn að skora sitt annað mark og koma West Ham í 3-1. Obinna fékk boltann frá Scott Parker og skoraði með frábæru skoti af 30 metra færi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. West Ham vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum en Blackpool tapaði aftur á móti sínum fjórða leik í röð. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í hópnum hjá Fulham sem vann 1-0 sigur á Newcastle. Damien Duff skoraði sigurmarkið á 67. mínútu gegn sínum gömlu félögum eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir vörnina frá Danny Murphy. Grétar Rafn Steinsson var ekki í hópnum hjá Bolton sem vann 1-0 heimasigur á Wolves en það var Daniel Sturridge sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í sínum fyrsta leik með Bolton eftir að hann kom frá Chelsea. Úrslit og markaskorar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Mynd/Nordic Photos/GettyBirmingham-Manchester City 2-2 0-1 Carlos Tévez (4.), 1-1 Nikola Zigic (23.), 1-2 Aleksandar Kolarov (41.), 2-2 Craig Gardner, víti (77.)Blackburn-Tottenham 0-1 0-1 Peter Crouch (4.)Blackpool-West Ham 1-3 0-1 Victor Obinna (24.), 0-2 Robbie Keane (36.), 1-2 Charlie Adam (42.), 1-3 Victor Obinna (43.)Bolton-Wolves 1-0 1-0 Daniel Sturridge (90.+2) Fulham-Newcastle 1-0 1-0 Damien Duff (67.)Liverpool-Stoke 2-0 1-0 Raúl Meireles (47.), 2-0 Luis Suárez (79.) Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Liverpool er að komast á skrið undir stjórn Kenny Dalglish og liðið nálgast efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir þriðja deildarisigurinn í röð í kvöld. Úrúgvæinn Luis Suarez skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í 2-0 sigri á Stoke en það gerðu líka Robbie Keane í fyrsta leik sínum fyrir West Ham og Daniel Sturridge í sínum fyrsta leik með Bolton. West Ham vann 3-1 útisigur á Blackpool en Bolton vann 1-0 heimasigur á Wolves. Peter Crouch tryggði Tottenham 1-0 útisigur á Blackburn og Damien Duff skoraði sigurmark Fulham á móti Newcastle þar sem Eiður Smári var ekki í hópnum. Liverpool fylgdi á eftir sigrum á Wolves og Fulham með 2-0 sigri á Stoke í fyrsta leik félagsins án Fernando Torres á Anfield í kvöld en Liverpool-liðið hefur unnið undanfarna þrjá leiki með markatölunni 6-0. Liverpool bauð upp á leikaðferðina 3-5-2 á móti Stoke þar sem liðið lék með þrjá miðverði og bakverðirnir Glen Johnson og Martin Kelly voru á köntunum. Asmir Begovic var í stuði í marki Stoke og ekkert gekk að skora hjá Liverpool í fyrri hálfleiknum. Það tók hinsvegar Liverpool aðeins 90 sekúndur að skora í seinni hálfleik þegar Raúl Meireles skoraði með góðu skoti eftir sendingu Sotiris Kyrgiakos og aukaspynu Steven Gerrard. Portúgalinn var þarna að skora sitt þriðja mark í síðutu fjórum leikjum. Luis Suarez kom inn á sem varamaður á 63. mínútu og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið en Andy Carroll er meiddur og sat upp í stúki. Suarez stimplaði sig inn með því að koma Liverpool í 2-0 á 79. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Dirk Kuyt. Andy Wilkinson reyndi að bjarga á marklínunni og gæti fengið markið skráð á sig sem sjálfsmark. Tottenham komst aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins tvö stig í þremur leikjum á undan. Tottenham vann 1-0 útisigur á Blackburn og er áfram þremur stigum á eftir Chelsea.Peter Crouch skoraði sigurmark Tottenham strax á 4. mínútu með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Rafael van der Vaart. Mynd/Nordic Photos/Getty Victor Obinna skoraði þrennu í bikarsigri á Nottingham Forest um helgina og hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri West Ham á Blacpool á Bloomfield Road. Victor Obinna kom West Ham í 1-0 eftir 24 mínútur og tólf mínútum síðar var Robbie Keane búinn að opna markareikning sinn hjá West Ham í sínum fyrsta leik með félaginu. Keane fylgdi þá eftir skoti Obinna. Charlie Adam minnkaði muninn fyrir Blackpool með því að skora hjá Robert Green beint úr hornspyrnu á 42. mínútu en aðeins mínútu síðar var Victor Obinna búinn að skora sitt annað mark og koma West Ham í 3-1. Obinna fékk boltann frá Scott Parker og skoraði með frábæru skoti af 30 metra færi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. West Ham vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum en Blackpool tapaði aftur á móti sínum fjórða leik í röð. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í hópnum hjá Fulham sem vann 1-0 sigur á Newcastle. Damien Duff skoraði sigurmarkið á 67. mínútu gegn sínum gömlu félögum eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir vörnina frá Danny Murphy. Grétar Rafn Steinsson var ekki í hópnum hjá Bolton sem vann 1-0 heimasigur á Wolves en það var Daniel Sturridge sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í sínum fyrsta leik með Bolton eftir að hann kom frá Chelsea. Úrslit og markaskorar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Mynd/Nordic Photos/GettyBirmingham-Manchester City 2-2 0-1 Carlos Tévez (4.), 1-1 Nikola Zigic (23.), 1-2 Aleksandar Kolarov (41.), 2-2 Craig Gardner, víti (77.)Blackburn-Tottenham 0-1 0-1 Peter Crouch (4.)Blackpool-West Ham 1-3 0-1 Victor Obinna (24.), 0-2 Robbie Keane (36.), 1-2 Charlie Adam (42.), 1-3 Victor Obinna (43.)Bolton-Wolves 1-0 1-0 Daniel Sturridge (90.+2) Fulham-Newcastle 1-0 1-0 Damien Duff (67.)Liverpool-Stoke 2-0 1-0 Raúl Meireles (47.), 2-0 Luis Suárez (79.)
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira