Enski boltinn

Wenger segir Van Persie hafa þroskast mikið

Hollenduringurinn Robin van Persie hefur verið sjóðheitur í liði Arsenal í vetur og hann skoraði um helgina sitt 15. mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Stjóri Arsenal, Arsene Wenger, er að vonum afar sáttur með frammistöðu leikmannsins sem hann segir hafa þroskast mikið.

"Hann er þroskaðri en hann var. Þegar leikmenn eru 22 ára þá eiga þeir oft erfitt með að halda stöðugleika. Þegar leikmenn ná 28 ára aldrei þá eiga þeir auðveldara með að halda einbeitingu," sagði Wenger.

"Þegar hann komst til okkar þá var hann stressaður og óþolinmóður eins og aðrir ungir leikmenn. Hann er allt annað leikmaður í dag. Hann getur verið bráðlátur en það er samt hægt að eiga heiðarlegt samtal við hann á þess að það verði eftirmálar og leiðindi.

"Hann lætur alla vita af sinni skoðun á hlutunum og ég tel hann hafa breyst mjög mikið. Hann er ekki hrokafullur heldur heiðarlegur og gáfaður. Þeir sem breytast og þroskast eru þeir sem verða bestir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×