Enski boltinn

Tevez mokar út úr lúxusstúkunni á Etihad-vellinum

Carlos Tevez er þegar farinn að undirbúa brottför sína frá Manchester og hefur ráðið menn í að hreinsa lúxusstúku hans á Etihad-vellinum og senda allt sem hann á þar í geymslu.

Tevez keypti stúkuna af Liam Gallagher á sínum tíma og eyddi miklum fjármunum í Boss-húsgögn og fleira til. Hann vill ekki skilja dótið eftir og hefur því látið moka úr stúkunni.

Tevez fer líklega frá Man. City í janúar eftir að hafa gert allt vitlaust í herbúðum liðsins á þessu tímabili.

Ekki er vitað hvort Gallagher muni taka við rekstri stúkunnar á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×