Enski boltinn

Lampard: Við urðum að vinna þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard og Joe Hart.
Frank Lampard og Joe Hart. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard var hetja Chelsea í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti toppliði Manchester City. Lampard skoraði markið úr víti aðeins níu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsta tap City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Við urðum að vinna til að halda okkur inni í toppbaráttunni. Það hefði verið slæmt að missa þá þrettán stigum á undan okkur en við komum í veg fyrir það," sagði Frank Lampard við BBC en eftir leikinn er City sjö stigum á undan Chelsea.

„Ég hafði það á tilfinningunni í seinni hálfleiknum að þetta yrði okkar kvöld. Maður verður síðan vera maður í það að taka víti á svona úrslitastundum en ég var samt feginn þegar ég sá á eftir vítinu mínu í netið," sagði Frank Lampard hetja Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×